Landey er fasteigna- og landaþróunarfélag sem hefur frá stofnun árið 2009 komið að eignarhaldi á ýmsum fasteignum og þróunarverkefnum.
Markmið félagsins er að auka verðmæti eigna sinna með markvissri þróun og uppbyggingu. Við viljum bæta samfélagið og nota krafta okkar til góðs.
Grunnurinn að góðum árangri er lagður með traustum og góðum samskiptum við alla hagaðila, lausnamiðuðu hugarfari, faglegum vinnubrögðum og sterkri framtíðarsýn.
Við náum árangri því við byggjum á góðum grunni og viðamikilli reynslu.